föstudagur, mars 07, 2003

Ancient
You come from an Ancient Civilization. Egypt,
China, Rome... a piece of all the greatest
civilizations of their time can be found in
you.


Where Did Your Soul Originate?
brought to you by Quizilla

Ég geri ekkert annað en að taka þessi próf. En svona er þetta þegar maður er að skipuleggja framtíð landsins. Eitthvað verður að fá að víkja og að þessu sinni eru það dagbókarskrif.

miðvikudagur, mars 05, 2003

Nú verð ég að játa á mig mikil mistök. Í geðshræringu minni yfir stóra Eurovision málinu drakk ég aðeins of mikið af Bailey's þar sem ég hlusti á gömlu Richard Marx plötuna og reyndi að ímynda mér fullnaðar sigur í Lettlandi. Það er því nokkuð ljóst að ég var ekki með sjálfri mér þegar stjórnmálaprófið hér fyrir neðan var tekið. Nú er hins vegar komin niðurstaða í þessu annars leiðindamálið og get ég andað léttar. Bailey'sinn er búinn og Birgitta fer til Lettlands. Get ég nú einbeitt mér fullkomlega að öðrum málefnum:





Þú ert Ingibjörg Sólrún Gísladóttir:

Best er að fá loforð þín í
þríriti til að geta hermt þau upp á þig því að þér finnst mikilvægara að
komast til valda en að vera samkvæm(ur) sjálfri/um þér.

Taktu "Hvaða stjórnmálaleiðtogi ert þú?" prófið






Ég held að flestir séu sammála um að þessi lýsing á mun betur við mig. Þó vil ég taka það fram að ég er ekki tilbúin að svo stöddu að gefa það upp hvaða flokk eða framboð ég mun styða með vorinu. Ég hef hins vegar hugsað mér að kasta mér út í kosningarbaráttuna af fullum krafti og mun gefa ítarlegri skýringar á næstu dögum.

Ég var að íhuga hvort ég ætti að tjá mig um heitasta málið í umræðunni í dag en ég er ekki viss um það væri ráðlegt að svo stöddu. Satt er það að hinir ýmsu ráðamenn þjóðarinnar hafa ekki verið mér og mínum málefnum sérstaklega hjálplegir sem fær mig til að halda eitt og annað um sannleiksgildi orða þeirra.Hinn dýrslegi djöfull Hins vegar fékk ég afar grunsamlega upplýsingar um Baug og þeirra viðskipti á síðasta miðilsfundi (ég get því miður ekki farið í smáatriði því allt sem fer fram á fundum er trúnaðarmál) og fer mig að gruna að sá hópur sé til alls vís. John segir að bæði stjórn- og fjármálamenn séu gjörspilltir og djúpt ofan í rassvasa Satans þaðan sem þeir nýta sér uppsprettu illskunnar sér til framdráttar. Það er víst ein af ástæðunum fyrir því að hann hrökklaðist frá Ameríku. Aumingja maðurinn hefur gengið í gegnum marga þrautagönguna. Ég hugsa að ég eldi handa honum uxahalasúpu.

þriðjudagur, mars 04, 2003

Alltaf koma þessi próf jafn mikið á óvart:



Þú ert Steingrímur J. Sigfússon: Þú ert sannkallaður vinstri-víkingur þó að þú tapir þér stundum í mótmælunum.
Hjá þér skipta hugsjónir mestu máli.
Taktu "Hvaða stjórnmálaleiðtogi ert þú?" prófið


Annars er Grímsi ágætis drengur og við höfum oft átt notalegar stundir saman með mótmælaspjald í hendi. Hins vegar vil ég ekki ganga svo langt að segja að við séum ein og sama manneskjan!

PS: Ég mæli með þessari lesningu fyrir allar hugsandi konur. Við John höfum átt notalega stund yfir rauðvínsflösku í kvöld þar sem við höfum rætt þessar kenningar fram og til baka.

Ég gerði mér allt í einu grein fyrir að ég hafði sjálf aldrei tekið prófið sem ég bjó til. Það verður nú að bæta úr því!

Thu ert Rikey
Thu ert Rikey. Drykkfelldur og kjaftfor
bladamadur. Lifir skrautlegu kynlifi. Hafnar
tilfinningalegum sambondum. Sokn thin i spennu
kemur ther i skelfilegar adstaedur.


Hvada persona ur Astriki ertu?
brought to you by Quizilla


Ja hérna! Þessu átti ég alls ekki von á. Ekki segja John ;)

Hafiði tekið eftir því hvað lífið er yndislegt? Ég gat ekki sofið fyrir gleði yfir fegurð sköpunarverksins (hvernig nokkur maður getur verið steinsofandi og hrjótandi í þokkabót þegar hægt er að dásama tilveruna er vaxið mínum skilningi) og hef því undanfarna fjóra klukkutíma verið að dunda mér við hreingerningar, prjónaskap og þvott (óvenju mikið af þvotti þessa dagana.) Ég er búin að uppfylla allar þær skyldur sem heimilið krefst af mér og get því einbeitt mér að skrifum og almennri sköpun fram að hádegismat. Ég hef reyndar talsverðar áhyggjur af Kirku og Medeu sem hafa svo til ekkert sést síðan á laugardag. Ég hef sett matinn þeirra út í garð og hef séð þeim bregða fyrir þannig að þær eru augljóslega ekki stungnar af en af einhverjum orsökum vilja þær ekki koma inn í húsið. Sennilega hefur allur gestagangurinn undanfarna viku komið þeim úr jafnvægi. Greyin - þær hljóta að fara að láta sjá sig nú þegar það eru komnir svona góðir straumar á heimilið.

mánudagur, mars 03, 2003

Ég hef verið snortin anga af himnaríki!