fimmtudagur, janúar 09, 2003

pain

Your Hidden Sexual Talent is Giving Pain


Spakings until they're all insane!
Yup, you're totally in it for the pain.
Handcuffs, whips, hot candle wax.
That's the stuff that helps you relax.


What's *Your* Hidden Sexual Talent?
More Great Quizzes from Quiz Diva



Þetta sýnir nú bara að það er ekkert að marka svona próf. Spurningarnar eru svo asnalegar að það tekur engu tali. Bara svo þið vitið það þá er minn duldi kynlífs-hæfileiki fólginn í nærgætni, samúð, blíðu og skilningi!

Hm, já og hin ástæðan fyrir því að ég hef verið svo löt við að skrifa er sú að ein af (undarlega fáum) jólagjöfum mínum í ár var tölvuleikurinn ,,Warcraft", æsispennandi leikur sem byggist á sama lögmáli og ,,Starcraft", leikur sem ég, þótt ég segi sjálf frá, er búin að ná fullkomnun í. Síðan á aðfangadagskvöld hef ég varla haft tíma til að gefa köttunum, hvað þá blogga. En ég er nú alveg að verða búin að klára hann, aðeins nokkur borð eftir, og þá mæti ég aftur fílefld.

Þið, kæru lesendur, haldið væntanlega að ég sé látin og að útförin hafi þegar farið fram. Sú er hins vegar ekki raunin. Ég þurfti bara með stuttum fyrirvara að bregða mér vestur á Snæfellsnes með henni Jóu vinkonu minni, hún var þar að leita að drengnum sínum sem hefur ekki látið í sér heyra síðan á gamlársdag, en þá sagðist hann vera á toppi Snæfellsjökuls með eina feita. Jóa kannast ekkert við að drengurinn sé búinn að ná sér í þéttholda dömu svo við gerum ráð fyrir að þau hafi kynnst fyrir vestan, kannski á sveitaballi, þær eru svo þrifnaðarlegar og sællegar sveitastúlkurnar.
Já, ég gleymdi víst að segja ykkur það, við Jóa sættumst sem sagt á gamlárskvöld, hún kom til mín í miklu uppnámi þegar ég var rétt hálfnuð með súrkálsvínið svo ég dró hana inn (jafnvel óvini verður að hugga þegar þeir eru í áfalli) og bauð henni sopa. Það er skemmst frá því að segja að á miðnætti var kúturinn tómur og við Jóa í faðmlögum að muldra trúnaðarmál. Síðan fórum við út á lífið og hittum meira að segja ljóshærðan drengstaula sem þóttist vera blaðamaður en endaði á því að rífa upp á sér nefið með kampavínstappa!
Ástæðan fyrir því að Jóa var í svo miklu uppnámi var fyrrgreint símtal og þegar hún hafði ekkert heyrt í drengnum á þrettándanum ákváðum við að fara í ferðalag og leita að honum en við erum ekki manneskjur sem treystum lögreglunni fyrir slíkum hlutum.
Ferðalagið var langt og strangt og æsispennandi og við Jóa bundumst ævarandi vináttuböndum (þrátt fyrir tvö hávaðarifrildi, eitt móðursýkiskast og þrjú fýluköst) sem seint munu bresta. Hins vegar held ég að ég endurtaki það ekki í bráð að fara í svona mótorhjólaferð út á land, ég hef verið með harðsperrur á óheilögustu stöðum síðan ég kom heim. Sem betur fer gátum við leigt okkur snjósleða upp á Snæfellsjökul en þar var enginn drengur og engin þéttvaxin stúlka. Aðeins dásamlegt útsýni, viskýpeli, ég og Jóa.

mánudagur, janúar 06, 2003

Jæja þá er þrettándinn kominn og eins tími á að taka niður jólaskrautið. Ég byrjaði hérna á síðunni því ég var líklegust til að gleyma því hér og ég veit ekkert sorglegra en fólk sem er ennþá með seríurnar upp 7. janúar. Nú skal haldið út í garð að glíma við jólasveininn og hreindýrin.

sunnudagur, janúar 05, 2003

Loksins