
Andskotans bévítans óheppni er þetta alltaf hreint. Nú er ég orðin veik. Komin með einhverjar leiðinda kvefpest og þarf að liggja í rúminu þegar ég gæti verið að elta illa upplýsta erlenda fréttamenn uppi eða bara spókað mig í góða veðrinu. Eins og það væri ekki nóg er enginn karlmaður tiltækur þessa stundina til að hjúkra mér yfir erfiðasta hjallann sem væri nú lágmark. Kettirnir virðast hræddir við hnerrana og hafa ekki látið sjá sig í tvo daga.
Til allrar hamingju hef ég
Ísfólkið til að stytta mér stundir. Alveg var ég búin að gleyma hversu hreint ágætar þessar bækur voru. Og að hugsa sér að mikið af þessu hafi í raun gerst! Það er ljóst að við Margit erum tvíburasálir - ég er einnig gjörn á að flétta mína eigin upplifun inn í skáldskap minn. Það gerir hann svo miklu meira lifandi.
Ja hérna - svona tölvupár kemur af stað þessum líka ekki litla svima. Hvar er nú aftur rúmið?