föstudagur, júní 27, 2003

Jæja, bloggið komið í lag aftur. Skrambans fikt alltaf í þessum álfum þarna á blogger...

PS: Hvað í andsk... kom fyrir bloggið mitt á meðan ég var í burtu?

Loksins komin heim. Eftir töluvert lengra ferðalag en ég bjóst við. Síðast þegar ég komst í netsamband, á heimili kunningja Jóns og Gísla í Stykkishólmi, náði ég aðeins að kasta inn einni hæku áður en við héldum þriggja daga Jónsmessu-pílagrímsför okkar um Snæfellsnesið áfram. Um hverja nótt var gist í nýjum helli og þrátt fyrir að upplifun okkar þessa helgi hafi öll verið hin yndislegasta var ég mjög fegin þegar átti loksins að halda heim á leið. Ég fékk að leggja mig í aftursætinu og hreinlega steinsofnaði þegar ég loks fékk að leggjast á eitthvað mýkra en mosavaxið hraun. Þegar ég vaknaði blasti svo við Húsavíkurkirkja. Fyrst hélt ég að ég væri orðin kolklikk, en nei, þarna var ég komin til Húsavíkur og skammt frá bílnum sátu Jón og Gísli í faðmlögum í fjörunni. Ég fór út og spurði hvort þeir hefðu villst, en nei, þeir sögðust hafa ákveðið að fara ,,Austurleiðina", þar sem þeir þyrftu að koma við á Egilsstöðum. Það tók mig þó nokkurn tíma að sætta mig við þetta og á leiðinni til Egilsstaða var lítið talað. Þar dvöldum við síðan nokkra daga hjá gestrisnu og fjörugu fólki og segi ég ykkur frá Austurævintýrinu síðar - nú þarf ég að pakka upp úr töskum og faðma rúmið mitt.

sunnudagur, júní 22, 2003

Veðraðir klettar
logandi himinn
Jón og Gísli

---

Tveir rekaviðsdrumbar
í djúpri gjótu
á himni þrjár sprengistjörnur

Læri, brjóst, bakhluti
rakt, hart, stinnt
Gísli, Jón, Fúlhildur

Öldur sleikja hellismynni
fellur að og fjarar út
hvikull máni sígur