mánudagur, október 13, 2003

Ég sé ekki fram á að geta bloggað mikið næstu vikurnar - jafnvel mánuði - og hef því ákveðið að gera hlé á þessum netskrifum mínum um stundarsakir. Ég fékk það verkefni að skrifa ævisögu þjóðþekktrar persónu og þarf því að eyða stórum hluta tíma míns í samneyti við hana. Er það tímafrekt verkefni og erfitt fyrir sálina. Allan þann tíma sem ekki fer í viðtöl, heimildavinnu og skrif verð ég að nýta í slökun og andlega íhugun. Ég má ekki segja mikið um verkefni að svo stöddu en get þó látið það uppi að valdabarátta, ástarsorg, sæhestar, tannréttingar, veðurfræði, Árni Mathiesen, hamstrar, Bíldudalur, foxtrot, gerviblóð, Nýja-Sjáland, gas, ilsig, þyrlur, Satan, dægurmál, vísindi, brjótsykur, Leifur heppni, krókódílar, fjallagras og fjölkynhneigð muni koma talsvert við sögu. Kemur í betri bókabúðir jól 2004.