miðvikudagur, júní 04, 2003

Kate Winslet avar alfjör ansi. Colonel bRandon er æðislegur og hún vill baraennana asna Willóbí.!!

Fékk mér hjartastyrkjandi staup af sjerrí og er ekki eins þreytt. Ætla samt að halda kyrru fyrir í sófanum, drekka meðalið mitt og horfa á Sense and Sensibility.

Alltaf á vorin. Hvernig stendur á því að allar heimsins pestir hellast yfir mig árlega með hækkandi sól? Alan Rickman - einn dag mun hann finna mig!Ég hef verið afskaplega þjáð upp á síðkastið því um leið og mjaðmameinið virtist vera á bataleið tók sig upp flensa, eitlabólgur og eymsli í ennisholum. Ekki bætti svo úr að á meðan ég hefði með réttu átt að liggja í rúminu og láta Alan Rickman mata mig á núðlusúpu var ég gripin á leið út með ruslið af tveimur einkennisklæddum lögreglumönnum og sett í skuldafangelsi vegna vangoldinna kosningaútgjalda! Ekkert þýddi að gefa upp nafn hins rétta sökudólgs og var ég látin dúsa í daunillum fangaklefa í 4 daga áður löfræðingurinn minn (Jóa) náði loksins að fræða lögregluna á því að það ku vera bann við skuldafangelsum samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu. Ekki veit ég hvað gekk að þessum lögreglumönnum því þeir flissuðu bara og slepptu mér úr haldi. Þar sem ég skakklappaðist út úr stöðinni og íhugaði lögsókn upp á 30 milljónir var kallað á eftir mér með hæðnisröddu: "Sjáumst síðar." Þetta var í gær. Flensan virðist vera í rénum en ég er dauðuppgefin eftir þessa erfiðu lífsreynslu og ætla að reyna sofa sem mest næstu daga.