föstudagur, desember 05, 2003

Ég hef tekið eftir því að bókin mín hefur verið beitt grunsamlegu fjölmiðlasvelti. Enginn blaðamaður eða sjónvarpsfréttakona hefur haft samband við mig vegna útgáfur bókarinnar. Ég reyndi ítrekað að hafa samband við blaðakonu hjá Fréttablaðinu en fékk bara brandara senda til baka frá henni. Mig grunar helst að hún hafi ekki tekið mig alvarlega.

Mér er dauðans alvara.

Það hefur að vísu staðið aðeins á útgáfunni og verður endanlegri hönnun bókarinnar ekki lokið fyrr en í næstu viku en þá ætti nú samt að gefast nægur tími til frekari auglýsinga. Ennþá er langt til jóla. Þangað til geta æstir tilvonandi lesendur elft tilhlökkunina með því að kíkja á forsmekkinn.

Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að dyggur stuðningsmaður minn, hann Hr. Muzak, er tilbúinn gera allt í sínu valdi til hjálpa við kynningu verksins og mun ég fá að brýna raust mína á fyrirhugaðri jólaplötu hans. Var ég að hugsa um flytja frumsaminn texta - eftir mig - við þekkt jólalag:

Jólabók

Undir jólabókatré er pakki
undir jólabókatré er voðalega stór pakki
í gylltum pappír
og amma og afi glotta í laumi í kampinn

Skild'a vera jólabók
Skild'etta vera jólabók
Skild'a vera jólabók
Skild'etta vera jólabók

Úti í jólabókabæ klingja bjöllur
úti í jólabókaabæ klingja jólabókabjöllur jólin inn
Ég stari út í dimma nóttina
og jólastjarnar blikar bakvið ský
út í annað

Skild'a vera jólabók
Skild'etta vera jólabók
Skild'a vera jólabók
Skild'etta vera jólabók

Amma og afi
bíða og vilja ekkert líða

Skild'a vera jólabók
Vona að þetta sé nú jólabók
Að þetta sé nú jólabók
óóóójeeeee

Undir jóla bóka tré er pakki
Undir jóla bóka tré er voðalega stór pakki
í gylltum pappír
og amma og afi glotta í laumi í kampinn
út í annað.

Skild'a vera jólabók
Skild'etta vera jólabók
Skild'a vera jólabók
Skild'etta vera jólabók
...
skildetta vera bókajól?
ætli það sé metsölubók?