laugardagur, nóvember 30, 2002

Ég fór á afskaplega áhugaverða sýningu í Nýlistasafninu í dag. Það voru ekki verkin sem vöktu áhuga minn, þau voru full nútímaleg fyrir minn smekk. Hins vegar var fólkið á sýningunni vægast sagt sérkennilegt. Þarna voru fríir drykkir í boði og svo virtist sem boð hefði verið látið ganga á öllum skuggalegustu börum borgarinnar því þarna hékk ofurölvað fólk, skítugt og illa til fara, með fjarrænt blik í augum, innan um menningarvita sem vildu láta sjá sig á sýningu og ættingja sýnendanna. Það var svoldið fyndið að sjá menningarvitana stíga í æluna eftir rónana og standa svo og spá í það hvort þetta væri listaverk.
Ástæðan fyrir því að ég fór var sú að mér var boðið sérstaklega af öðrum sýnandanum enda erum við sérlegir vinir síðan ég gisti hjá honum í Nýju Jórvík hér um árið.
Annars vakti sýningin löngu gleymda listhneigð mína af dvala, en hér á árum áður var ég oft sjálf með sýningar, ekki í Nýló heldur í Félagsheimili Fáskrúðsfjarðar, þegar það var og hét. Og nú er ég búin að dusta rykið af penslunum og draga upp vatnslitina. Hver veit nema ég sýni ykkur afraksturinn hér á síðunni.
Það er hins vegar svolítið erfitt að athafna sig á heimilinu núna. Er komin með þrjá kúta í vinnslu og þeir taka hálfa stofuna, hálft svefnherbergið og alla geymsluna. Og dótið úr geymslunni tekur hálfa forstofuna. Ég hef greinilega ekki pláss fyrir jólatré en hef ákveðið að setja seríur á kútana til að gera þetta allt saman hátíðlegra.

Cagney (Sharon Gless) og Lacey (Tyne Daly)Nú þegar ógrynni af lögregluþáttum (CSI, CSI Miami, NYPD Blue, Homicide, Law and Order, Law and Order: SVU, Law and Order: CI og svo mætti lengi telja) skella yfir okkar vestræna heim verður mér oftar og oftar hugsað til þáttaraðar sem mér var mjög hugfólgin hér á árum áður . Nefnilega hinna hugrökku Cagney og Lacey. Á meðan þættirnir voru sýndir í sjónvarpi gerði ég hvað ég gat til að passa að missa ekki af þeim. Ég hálf skammast mín að segja frá því en einu sinni áttum við í hernum að mersera um Austurstræti einmitt þegar ný þáttaröð var að byrja og þar sem vídeótæki voru ekki á allra heimilum í þá daga sá ég mig knúna til að hringja og tilkynna að ég kæmist ekki vegna þess að ég hefði misst vinstri fót í slátturvélaslysi (það var frekar flókið að mæta á samkomur eftir það og ég varð fljótt þreytt á því að reyra upp annan fótinn.) Ég fann mig bara svo í persónunum. Ég sá alla mína einkennandi þætti endurspeglast á svo raunsæjan hátt í þeim báðum - líkt og þær væru í raun tvær hliðar á sömu konunni - mér. Konu sem þurftu stanslaust að berjast við kerfið og sanna sig. Sem var í senn einhleyp (Cagney) og gift (Lacey). Ævintýragjörn (Cagney) og eins-manns kona (Lacey). Brothætt (Cagney) og sterk (Lacey). Ljóshærð (Cagney) og dökkhærð (Lacey). Líkt og ég.

föstudagur, nóvember 29, 2002

Afskaplega er ljótt að mismuna fólki eftir kynjum!

Ég þurfti að leggja mig í dag og svaf í fjóra tíma og nú er ég hin hressasta og er að hugsa um að skella mér á jólahlaðborð á Borgina. Ástæðan fyrir því að ég var svona þreytt í dag var sú að í gærkvöld fór ég niður að Alþingishúsi með mótmælaskilti. Þeir vildu ekki hleypa mér inn á þingpallana þannig að ég stóð bara fyrir utan og söng baráttusöngva og veifaði skiltinu mínu. Klukkan tíu fór ég svo á Kaffibrennsluna og fékk mér nokkra sterka í mótmælaskyni. Því miður virðast mótmæli mín engin áhrif hafa haft og lögin náðu fram að ganga. Á hvaða leið er þetta þjóðfélag? Það versta er að enginn annar sá ástæðu til að láta í ljós óánægju sína. Hefur fólk engar hugsjónir?Gamli góði kúturinn
Þegar ég skreiddist heim í nótt sá ég lítinn tilgang lengur með þessari jarðvist en eftir að hafa fengið mér hjartastyrkjandi í morgunsárið og eftir að hafa samið óskalistann minn leið mér betur og ég ákvað að fara í Pollýönnugírinn á ný. Enda mundi ég skyndilega eftir brugggræjunum mínum sem setið hafa og rykfallið í geymslunni síðan 1983. Ég dró þær fram, kannaði birgðastöðuna og niðurstaðan er sú að fljótlega mun hér finnast: Rabarbaravín, súrkálsvín, krækiberjavín, eplavín, rúsínu- og sveskjuvín og landi. Ætli ég nái krækiberjavíninu fyrir jól? Að minnsta kosti verð ég komin með eitthvað gott að skála í á gamlárskvöld.

Amazon.com er með einhverja stæla og ætlar ekki að birta óskalistann minn fyrr en eftir nokkra daga! Þangað til er hann hér í textaformi:

1. The Witches' Bible: The Complete Witches Handbook by Janet Farrar, Stewart Farrar; Paperback
2. Goats of the World by Valerie Porter, Jake Tebbit (Illustrator); Hardcover
3. Origins of the Salvation Army by Norman H. Murdoch; Paperback
4. Book of the Law by Aleister Crowley; Paperback
5. The Illustrated Brief History of Time, Updated and Expanded Edition by Stephen W. Hawking; Hardcover
6. The Divine Comedy: Inferno, Purgatorio, Paradiso (Everyman's Library, 183) by Dante Alighieri, et al; Hardcover
7. Greatest Hits...and More ~ Barbra Streisand; Audio CD
8. Three Complete Novels: A Night of Gaiety/a Duke in Danger/Secret Harbor by Barbara Cartland; Paperback
9. Aphrodite: A Memoir of the Senses by Isabel Allende, et al; Hardcover
10. Sabatier Perfect Grip 14-Piece Knife Set with Block Sabatier; Kitchen
11. Olympus Camedia C-50 5MP Digital Camera w/ 3x Optical Zoom by Olympus; Electronics
12. Slut! Growing Up Female with a Bad Reputation by Leora Tanenbaum; Paperback
13. The Worst-Case Scenario Survival Handbook: Dating and Sex by Joshua Piven, et al; Paperback
14. Buffy the Vampire Slayer: Once More, with Feeling ~ Various Artists; Audio CD
15. Psycho Beach Party DVD; DVD; Unrated
16. Elvis - The Lost Performances VHS ~ Elvis Presley; VHS; Rated PG
17. Jane Eyre (Everyman's Library Series) by Charlotte Bronte, Lucy Hughes-Hallett (Designer); Hardcover
18. The Boatman's Call ~ Nick Cave & The Bad Seeds; Audio CD
19. Murder Ballads ~ Nick Cave & the Bad Seeds; Audio CD
20. Pride and Prejudice (BBC TV Miniseries) - The Special Edition DVD ~ Colin Firth; DVD; Not Rated
21. The Little Friend by Donna Tartt; Hardcover
22. The Rich Get Richer and the Poor Get Prison: Ideology, Class, and Criminal Justice (6th Edition) by Jeffrey H. Reiman; Paperback
23. Only Begotten Daughter by James Morrow; Paperback
24. The Eternal Footman by James Morrow; Hardcover
25. Oz - The Complete First Season DVD ~ Lee Tergesen; DVD; Unrated
26. Oz - The Complete Second Season DVD ~ Lee Tergesen; DVD; Unrated

Meira var það nú ekki. Í bili.

Nú þegar ég er komin með það nokkurn veginn á hreint hvað ég ætla að gefa fólki í jólagjöf er kannski ekki vitlaust að auðvelda vinum og vandamönnum leitina að fullkomnu gjöfinni - handa mér. Ég tók því saman lítinn óskalista. Engar áhyggjur - þetta er bara byrjunin.

fimmtudagur, nóvember 28, 2002

Mikið var - loksins eru allir linkarnir mínir með íslensku stöfum!

Ég er að búa til jólagjafa- og jólakortalista. Jólakortin verða nú bara send á Netinu en það er verra með jólagjafirnar því margir eru fluttir úr landi. Jæja, en jólagjafalistinn er svona:
Samúel - ?
Droplaug frænka - desertskálar
Bjartmey æskuvinkona mín - útsaumað Heima er best skilti
Karítas - eyrnaskjól
Ríkey (ef ég finn heimilisfang hennar) - vettlingar
Einar lögregluþjónn - kaffibrúsi
Sigþrúður - handklæði
Steinar - sokkar
Ég er búin að kaupa jólapappírinn og merkimiðana og skrifa á þá. Betra að vera tímanlega með þetta, gleymi því aldrei þegar ég keypti rjómalíkjör fyrir alla á aðfangadagsmorgun. Bindindiskonan hún Droplaug hefur enn ekki fyrirgefið mér og gefur mér bara handbækur frá AA í jólagjafir.

Úlfhildur svaraði ekki - ég prófa aftur seinna. Annars fór ég í bókasafnið í gær og fékk mér nokkrar bækur - þ.á.m. eina sem mér fannst ansi forvitnileg. Lofaði góðu en skilaði litluEins og dyggir lesendur mínir vita kannski hef ég talsverðan áhuga á réttakerfinu og fangelsismálum og því fannst mér tilvalið að glugga í Wrong Jail. Ég átti von á mögnuðu fangelsisdrama - sér í lagi afbyggingu hefðbundinna karlmennskuímynda innan rimlanna. Í staðinn virðist nær öll sagan ganga út á illkvittnar kvensur sem elska að slá fólk utan undir - jafnt karla sem konur. Það er líka alltof mikil áhersla lögð á þrýstna barma þeirra fyrir minn smekk - og það á kostnað útlitslýsinga á körlunum. Karlarnir í sögunni reyndust síðan vera svo miklar endemis bleyður að ég henti bókinni frá mér eftir þriðja kafla og hóf í staðinn að horfa á eina af "Oz" spólunum mínum. Ég er mikið að spá í að kaupa þessa þætti á dvd.

Já og talandi um undirmeðvitund. Hún rankaði rækilega við sér þegar Úlfhildur bókmenntafræðingur kom á skjáinn í gær að gagnrýna bækur. Ég sá allt í einu hvað hún er sláandi lík mér þegar ég var svona barnung. Ef ég vissi ekki betur myndi ég halda að þarna ætti ég óskilgetna dóttur úti í bæ! En ég ætti nú að muna eftir því. Eða hvað? Konur eru víst fljótar að gleyma hörmungum barnsburðar. Já, og svo tók ég eftir nafninu. Ég meina þú ruglar bara fyrstu 3 bókstöfunum og bætir við nokkrum árum og þar er ég lifandi komin! En við erum nú samt ekkert skyldar. Nema andlega. Því ég hef komist að þeirri niðurstöðu að við Úlfhildur erum tvíburasálir sem komnar eru á þessa jörð til að styðja hvor aðra. Og nú ætla ég að hringja í hana og segja henni frá þessu. Mikið held ég að hún verði glöð að heyra frá mér.

Ég er í afskaplega heimspekilegum stellingum í dag. Til dæmis fór ég að hugsa um það hvernig hægt er að gefa út bók, harðspjalda og prentaða á pappír, og kalla hana svo bloggskáldsögu. Sér fólk ekki þversögnina í þessu? Og þó ég sé hrifin af þversögnum þá leiðast mér svona asnalegar þversagnir. Þetta er svipað og þegar DV setur upp dv.is og birtir þar nokkrar línur úr fréttum sínum úr blaðinu. Hver les þetta? Og til hvers? Það sem ég vil segja er að fólk sest ekki niður og hugsar um eðli Netsins, dagblaða, skáldsagna eða bloggs. Það bara gerir eitthvað og það er asnalegt. Hugsið ykkur nú ef ég færi að birta þetta annars stórskemmtilega og gáfulega blogg á prenti. Þvílík vitleysa!

Ég held að ég viti núna af hverju ég hef verið svona treg til að skrifa undanfarið. Undirmeðvitundin var að reyna að segja mér svolítið. Nefnilega það að maður veit aldrei hver er að grúska í manns málum. Eftir öll innbrotin og vesenið í garðinum þá er er beinlínis hættulegt að láta tilvonandi skúrkum of miklar upplýsingar í té. Svo var ónefnd manneskja með einhverja stæla og vildi meina að ég hefði verið með meiðyrði á þessari síðu í hennar garð. Ég veit nú ekki betur en á ég hafi lýst öllu á sem hlutlausasta og sannasta hátt. Ekki er það mér að kenna þótt sumar manneskjur lifi í blekkingarheimi og neiti að líta í eigin barm.

miðvikudagur, nóvember 27, 2002

Ég er afskaplega reið sjálfri mér fyrir að vera svona löt að skrifa! Það er ekki eins og það hafi ekki verið nóg að gerast. Í dag útbjó ég til dæmis smokkfisktartalettur með súrkáli til að eiga með morgunkaffinu á morgun. Svo bónaði ég vespuna og horfði aftur á upptökuna af síðasta Survivor. Hah, þessi Penny persóna átti svo sannarlega allt illt skilið og mér finnst verst að hún hafi náð að bola út Shi Ann vinkonu minni og Erin, þeirri sómastúlku, áður en hún hlaut sín réttmætu örlög. Jan er hins vegar manneskja að mínu skapi og ég er algjörlega viss um að hún mun vinna. Sannið til, spádómsgáfa mín bregst aldrei!
En nú ætla ég að bursta tennurnar í köttunum.

þriðjudagur, nóvember 26, 2002

Jæja, ég er komin með miða á Nick Cave í vasann og líður allri svo mikið betur fyrir vikið. Indælis drengir sem biðu með mér í morgun, sumir jafn forsjálir og ég að koma með sæti og einn lánaði mér meira að segja Moggann sinn að lesa. Ég gaf honum kakó í staðinn. En nú er ég komin heim og ætla að leggja mig andartak, þetta var löng og erfið nótt.


What's YOUR Writing Style?

brought to you by Quizilla



Þetta kemur ekki á óvart!

mánudagur, nóvember 25, 2002

Gamla trausta tölvan mínHér sit ég á tjaldstól í Brautarholtinu, með prímus, svefnpoka og fartölvuna mína. Var að hita mér kaffi og hef það bara svo ansi huggulegt hérna. Hingað hafa líka komið nokkrir menn og rætt við mig, Gamli góði prímusinntveir dálítið slompaðir að spyrja um sígarettu og einn lögreglumaður sem var forvitinn að vita hvað ég væri að gera. Hann reyndist líka vera Nick Cave aðdáandi eins og ég og bað mig að kaupa miða. Ég var að hita mér kakó og ætla að fá mér brjóststyrkjandi útí núna og svo er ég með bók að lesa til að stytta mér stundir í nótt. Ekki þori ég að sofna, óprúttnir aðilar gætu borið mig inn í næsta garð og þá kemst ég ekki á tónleika. En þetta ætti nú bara að verða hin notalegasta nótt.

Enn hringdi ég í Snorra og enn fékk ég loðin svör. En ég gefst ekki upp og hringi aftur á morgun. hehehe.

Orson Welles - dásamlegur leikariÉg get ekki orða bundist lengur og langar að minnast aðeins á uppáhalds leikarann minn; Orson Welles. Ég sá hann fyrst á hvíta tjaldinu fyrir allmörgum árum í hinni mögnuðu stórmynd Jane Eyre. Sú mynd snart mína hjartastrengi á hátt sem engri annarri mynd hefur tekist síðan. Hvað ég fann til með innri átökum Rochesters sem þurfti að geyma geðveika eiginkonu uppi í turni! Og hin góða Jane Eyre sem var tilbúin að gera hvað sem var fyrir sinn mann! Vitiði - það er alltof langt síðan ég hef horft á myndina - ætla að skella henni í tækið. Skrifa meira á eftir.

sunnudagur, nóvember 24, 2002



Take the What
animal best portrays your sexual appetite??
Quiz



Iss - það er ekkert að marka þetta rugl!

Ég hefði kannski skrifað fyrr um það sem gerðist eftir að löggan kom á föstudaginn nema hvað það var í raun ekki frá neinu að segja. Löggan kom, fann ekkert og fór aftur. Allt frekar óspennandi. Ég einbeitti mér því að rauðvíninu og spjallinu og lognaðist út frá því um eittleytið.

Vanaði táknið séð innan fráÍ gær vatt ég hins vegar mínu kvæði í kross og heimsótti hið stærsta vanaða phallíska tákn í okkar vestræna heimi. Ég byrjaði á Vínbúðinni góðu (1 púrtvín, 2 rauðvín, 1 vodka og 1 eplasnaps) og hætti mér síðan inn í Haupkaup þar sem ég týndist tiltölulega fljótlega. Tókst þó að finna svo til allt sem mig vantaði (m.a. 6 pör af sokkabuxum, fótakrem, súpukjöt (3 kíló), kattamat (gourmet), 4 tómar vídeóspólur, hveiti, lyftiduft, mjólk og egg.) Ætlunin var síðan að heimsækja fleiri búðir en ég rataði ekki út úr völundarhúsinu fyrr en búið var að loka og þá aðeins með aðstoð starfsmanna. Ég fór heim 17 þúsund krónum fátækari en afskaplega ánægð með feng dagsins.