Fúlhildur hefur orðið
Ævi, störf og daglegt líf skáldkonunnar
mánudagur, maí 26, 2003
Þetta var nú aldeilis ágæt helgi. Eurovision-teitið gekk vonum framan og var mikið stuð á mannskapnum. Reynda leit út fyrir að stefndi í óefni um tíma. Um miðjann laugardaginn þar sem ég var að klára að hengja upp síðustu myndirnar af flytjendunum heyrðist skyndilega brak og brestir og því næst horfði ég á loftnetið mitt rúlla ofan af þakinu og ofan á uppáhalds rósarunnann minn. Eftir miklar símhringingar, viðræður við nágranna, rafeindavirkja í fríi, starfsmenn ríkissjónvarpsins, lögregluna og almannavarnir varð að lokum úr að ég og Mummi skriðum upp á þak og reyndum að koma loftnetinu í samt lag.

Keppnin sjálf var hin besta skemmtun og teitið mitt einstaklega vel heppnað. Fangor og maki tóku Eurovision-trivialið með trompi og Ríkey söng sig inn í hjörtu viðstaddra þegar hún sigraði óvænt karókí keppnina með ógleymanlegum flutningi á sænska laginu frá árinu 1986 "Er De Det Här Du Kallar Kärlek." Hvað úrstlit aðalkeppninnar sjálfrar varðaði var ég bara nokkuð ánægð þótt hefði viljað sjá mína heittelskuðu Eista aðeins ofar. Fjörið stóð yfir langt inn í nóttina og þegar dagrenning nálgaðist bjó ég um alla partýgesti á dýnum á gólfinu. Það var mál manna að sjaldan hafi tekist jafn vel uppi og ekki ætla ég að mótmæla þeim dómi; Fúlhildur 12 stig!