laugardagur, desember 14, 2002

My%20ideal%20mate%20is%20Aragorn!%20
Who is your Ideal Lord of the Rings (male) Mate?

brought to you by Quizilla

föstudagur, desember 13, 2002

Oh ég get ekki beðið eftir að sjá þessa mynd.

Alveg er ég nú steinhissa á sjálfri mér að gleyma að minnast á það að ég hitti hann Óla og hana Dorrit á tónleikunum í gær. Sat reyndar rétt hjá þeim og rétt áður en Sigur Rós kom á sviðið tókst mér að ná athygli Dorritar og spjalla aðeins við hana. Ég sagði henni að hún yrði aldrei alvöru-Íslendingur ef hún lærði ekki að baka loftkökur fyrir jólin og gaf henni uppskriftina á staðnum. Hún virtist eitthvað hikandi þegar ég sagði henni að nota bjór til að bragðbæta, en lét að lokum sannfærast. Indælis kona. Og afskaplega smart í tauinu. Varð ekkert æst þótt hún missti af byrjunaratriðinu - ég var að útlista uppskriftina.
Já og svo var ég að átta mig á því að ég hef kannski orðið aðeins of æst þarna í lok tónleikanna, lokaatriðið var svo hrikalega magnað að þann rann á mig einhver móður. Þegar hljómsveitin var kölluð upp og hneigði sig fannst mér ég þurfa að sýna þakklæti mitt í verki og kasta einhverju til þeirra. Þar sem ekkert annað var nærtækt greip ég það sem hendi var næst og ég hef heyrt að virki vel á tónleikum - nærklæðin. Mér hlýnaði um hjartaræturnar þegar ég sá brjóstahaldarann minn vefjast um háls Jónsa á leiðinni út af sviðinu. En þeir spiluðu ekki meir. Og nú er ég einum afar vönduðum bómullarbrjóstahaldara fátækari!

Ég er búin að vera að skoða hinar ýmsu ,,bloggsíður" í morgun og er farin að hallast að því að flestir sem þar skrifa séu nokkuð yngri en ég. Að minnsta kosti eru grunsamlega margir í próflestri og lítið á lestrinum að græða nema lýsingar á námsefni og útkomum úr prófum. Mér finnst reyndar nokkur synd ef fólk sem búið er að slíta barnsskónum vogar sér ekki út á alnetið með skoðanir sínar, ekki veitir af þar sem kynlíf og sóðaskapur virðast hér tröllríða öllu. Eina undantekningu fann ég þó, afi er að tjá skoðanir sínar á Netinu. Mér til mikillar armæðu er hann þó ekki mjög öflugur bloggari og lætur allt að hálfan mánuð líða milli færslna. Ég sé það að ég verð ein að halda uppi siðprýði og góðum gildum á Netinu.

Tónleikarnir með SigurRós voru náttúrulega dásamlegir, en þeir eru alltaf jafn frábærir. Það jafnast á við trúarlega upplifun að fara á tónleika með þeim og ég hef liðið um í sæluvímu síðan ég kom heim í nótt. Tónleikarnir voru ekki búnir fyrr en á miðnætti svo ég fór bara beint í rúmið - eftir að hafa kveikt á nýju ,,tónlistarljósaseríunni" sem ég keypti gegnum Netið. Hún blikkar á tíu mismunandi máta og spilar þrjátíu tegundir jólalaga, hvert og eitt sjö sinnum í röð. Þessi herlegheit ná aðeins yfir í garðinn hennar Jóu, en henni er nú líklega sama, hún er búin að hlaða þvílíku drasli í garðinn sinn að hún tekur ekki eftir svona smáræði.

fimmtudagur, desember 12, 2002

trannie porn star

You Should Star in Trannie Porn!


Some oranges with that banana? Thought so!



What Porn Should *You* Star In?

More Great Quizzes from Quiz Diva

Mikið var ég nú glöð þegar ég kíkti í skóinn minn í morgun. Stekkjastaur hafði ekki gleymt mér og nú á ég miða á útgáfutónleika Sigurrósar í kvöld.

miðvikudagur, desember 11, 2002

Nýtt og bætt útlit á síðunni í tilefni hátíðanna. Sjáum Jóu toppa þetta!

Ég fékk alveg óstjórnlega löngun í rjómaís áðan. Þar sem ég rölti af stað út í ísbúð varð mér litið yfir í garðinn hennar Jóu - þvílík sjón! Hún er búin að raða út minnst fimmtán upplýstum jólasveinum, auk sleða og hreindýra, þekja húsið í blikkseríu og demba risastórri ljósleiðaraseríu yfir stærsta jólatréð í garðinum. Þetta þýðir bara eitt: Stríð! Ég hætti snarlega við ískaupin og nú er ég að leita að símanúmeri hjá einhverjum sem selur ljósleiðaraseríur. Hún veit ekki hvað hún er búin að koma sér út í kellingin!

Af einhverjum óljósum ástæðum hef ég sett sjálfri mér ströng takmörk um stærð mynda hér á síðunni. Klikkið til að fá stærri mynd.Þetta voru hreint himneskir tónleikar og Nikki vinur minn eins og engill. Mér brá nú heldur í brún þegar ég mætti rétt fyrir átta og sá hina fáránlega löngu biðröð fyrir utan, hefur fólk ekkert annað að gera en að standa tímunum saman í biðröð? En ég stillti mér bara upp aftast og rölti rólega á eftir hinum sem hlupu um eins og ráðvilltar rollur í leit að sæti. Enda fór eins og mig hafði grunað, Nikki hafði tekið frá fyrir mig sæti fremst við sviðið og þar átti ég unaðslega kvöldstund.
Við ræddum lítillega saman eftir tónleikana en hann hafði ekki tíma til að kíkja í kaffi, í þetta skiptið. Enda var ég dauðuppgefin eftir daginn og kvöldið og fegnust því að fara heim í freyðibað með rauðvínsglas og söngla morðballöðu.
PS Ég verð að minnast aðeins á hana Heru, hún er bráðmyndarleg stúlka og stóð sig með stakri prýði. Afskaplega ljúf tónlist sem hún spilar.

Ég á ennþá eftir að melta tónleikana þannig að ég skrifa um þá á morgun. En ég gleymdi alveg að minnast á þátttöku mína í Lausagöngunni! Það er skemmst frá því að segja að hún gekk vonum framar og ég er nokkuð viss um að mér hafi tekist að koma skoðunum mínum á framfæri. Bókmenntamafían veit í það minnsta nákvæmlega hvaða álit ég hef á henni og hennar verkum. Það var líka sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu margir voru tilbúnir í slaginn og lá mikið á hjarta.

þriðjudagur, desember 10, 2002

Ég var svo spennt í morgun að ég vissi ekkert hvað ég átti af mér að gera. Eftir að hafa straujað alla jóladúkana ákvað ég að baka piparkökur og er að bíða eftir að þær kólni svo ég geti farið að skreyta. Ætla að hafa Nick Cave þema í ár. Allir piparkarlarnir verða semsagt náfölir með dökkt hár. Einhverjar fleiri hugmyndir?

En Oz klikkar hins vegar ekki. Ég hef miklar áhyggjur af honum Alvarez. Greyið hefur gengið í gegnum svo margt. Fyrst deyr litla nýfædda barnið hans og svo er hann settur í ómögulega aðstæður - stinga augun úr fangaverði eða verða drepin. Alvarez greyiðÞannig að hann hafði auðvitað ekki um neitt annað að velja. Núna situr hann í einangrun, er sveltur af fangavörðunum og fær engin þunglyndislyf frá níska sjúkrahússstjóranum. Þótt hann reyni að hengja sig í lok þáttarins neita ég að trúa því að honum takist það. Það hefur bara allt of mikið fengi að ganga yfir hann. Eitthvað ljós verðu að fá að skína inn í annars takmarkaða tilvist hans. Ítalaforinginn Nappa virðist hins vegar vera feigur. Einmitt þegar maður heldur að Adabisi sé hugsanlega farinn að breytast sannfærir hann McManus um að leyfa sér að vinna á AIDS deildinni þar sem hann stelur sýktu blóði og stingur Nappa! Sá gaur er nú hins vegar enginn öðlingur og kallaði þetta sennilega yfir sig. Já það er mikið að gerast. Ég hlakka til næsta þáttar.

I am Tobias Beecher

Which Oz character are YOU?

mánudagur, desember 09, 2002

Sef með hárið í plastpoka í nóttValdi mér rómantískan kjólÍ dag fór ég í lagningu og verslaði mér nýjan kjól í tilefni morgundagsins, en þá fer ég á tónleika með Nikka vini mínum. Hann ætlar svo að kíkja í kaffi á eftir. Ég hefði farið í sparikjólnum mínum en hann rifnaði allur að aftan á Hverfisbarnum á föstudaginn og ég er ekki búin að sauma hann saman aftur. En nú er það maski, fótabað og snemma í háttinn svo ég verði upp á mitt besta annað kvöld!
PS ég er hætt að horfa á Survivor, þessi þáttur er orðinn skelfilega leiðinlegur, ekki svipur hjá sjón.

Það eru ekki margir samfélagsrýnir sem eru svo heppnir að samið er um þá jólalag.

Það er naumast að það er uppi á sumum typpið! Þessi manneskja hefur víst gert hlutlausa og vísindalega könnun á öllu því sem bloggheimurinn hefur upp á að bjóða. Sem stjórnmálafræðingur hefur hún að sjálfsögðu mikið til málanna að leggja og hennar aðaltillaga felst því að fólk reyni að öðlast líf (eða "get a læf" eins og hún orðar það). Í stuttu máli heldur hún því fram að bloggarar séu vinalausir egóstar sem hafa gaman af því að gera sig að fífli. Vísindalegu rökin eru svo yfirþyrmandi að ég sé mér ekki fært að rökræða þetta við hana. Í staðinn langar mig til að umorða tilvitnun frá gömlum kunningja; Theodore Sturgeon: Vissulega eru 90% af bloggi rusl. Tilfellið er bara að 90% af öllu eru rusl!

Hann Robert Burck, vinur minn sem ég kynntist í Nýju Jórvík þegar ég fór þangað í heimsókn til frænku minnar um árið, sendi mér langan tölvupóst í gær og þessa mynd af sér með. Hann vinnur enn sem skemmtikraftur á Tímatorgi og er þekktur undir nafninu ,,nakti kúrekinn". Prýðisdrengur sem skrifar mér alltaf reglulega.

Annars er það helst af mér að frétta að mér sló illilega niður aðfaranótt laugardags og er rétt að skríða saman núna. Var að fara í gegnum póstinn minn og nú ætla ég að fá mér sterkt kaffi áður en ég segi ykkur nánar frá föstudagskvöldinu. Best að kveikja líka á öðru aðventuljósinu, hafði ekki heilsu í það í gær.