Fúlhildur hefur orðið
Ævi, störf og daglegt líf skáldkonunnar
laugardagur, desember 14, 2002
föstudagur, desember 13, 2002
Oh ég get ekki beðið eftir að sjá þessa mynd.
Alveg er ég nú steinhissa á sjálfri mér að gleyma að minnast á það að ég hitti hann Óla og hana Dorrit á tónleikunum í gær. Sat reyndar rétt hjá þeim og rétt áður en Sigur Rós kom á sviðið tókst mér að ná athygli Dorritar og spjalla aðeins við hana. Ég sagði henni að hún yrði aldrei alvöru-Íslendingur ef hún lærði ekki að baka loftkökur fyrir jólin og gaf henni uppskriftina á staðnum. Hún virtist eitthvað hikandi þegar ég sagði henni að nota bjór til að bragðbæta, en lét að lokum sannfærast. Indælis kona. Og afskaplega smart í tauinu. Varð ekkert æst þótt hún missti af byrjunaratriðinu - ég var að útlista uppskriftina.
Já og svo var ég að átta mig á því að ég hef kannski orðið aðeins of æst þarna í lok tónleikanna, lokaatriðið var svo hrikalega magnað að þann rann á mig einhver móður. Þegar hljómsveitin var kölluð upp og hneigði sig fannst mér ég þurfa að sýna þakklæti mitt í verki og kasta einhverju til þeirra. Þar sem ekkert annað var nærtækt greip ég það sem hendi var næst og ég hef heyrt að virki vel á tónleikum - nærklæðin. Mér hlýnaði um hjartaræturnar þegar ég sá brjóstahaldarann minn vefjast um háls Jónsa á leiðinni út af sviðinu. En þeir spiluðu ekki meir. Og nú er ég einum afar vönduðum bómullarbrjóstahaldara fátækari!
Ég er búin að vera að skoða hinar ýmsu ,,bloggsíður" í morgun og er farin að hallast að því að flestir sem þar skrifa séu nokkuð yngri en ég. Að minnsta kosti eru grunsamlega margir í próflestri og lítið á lestrinum að græða nema lýsingar á námsefni og útkomum úr prófum. Mér finnst reyndar nokkur synd ef fólk sem búið er að slíta barnsskónum vogar sér ekki út á alnetið með skoðanir sínar, ekki veitir af þar sem kynlíf og sóðaskapur virðast hér tröllríða öllu. Eina undantekningu fann ég þó, afi er að tjá skoðanir sínar á Netinu. Mér til mikillar armæðu er hann þó ekki mjög öflugur bloggari og lætur allt að hálfan mánuð líða milli færslna. Ég sé það að ég verð ein að halda uppi siðprýði og góðum gildum á Netinu.

fimmtudagur, desember 12, 2002

You Should Star in Trannie Porn!
Some oranges with that banana? Thought so!
What Porn Should *You* Star In?
More Great Quizzes from Quiz Diva

miðvikudagur, desember 11, 2002
Ég fékk alveg óstjórnlega löngun í rjómaís áðan. Þar sem ég rölti af stað út í ísbúð varð mér litið yfir í garðinn hennar Jóu - þvílík sjón! Hún er búin að raða út minnst fimmtán upplýstum jólasveinum, auk sleða og hreindýra, þekja húsið í blikkseríu og demba risastórri ljósleiðaraseríu yfir stærsta jólatréð í garðinum. Þetta þýðir bara eitt: Stríð! Ég hætti snarlega við ískaupin og nú er ég að leita að símanúmeri hjá einhverjum sem selur ljósleiðaraseríur. Hún veit ekki hvað hún er búin að koma sér út í kellingin!
Við ræddum lítillega saman eftir tónleikana en hann hafði ekki tíma til að kíkja í kaffi, í þetta skiptið. Enda var ég dauðuppgefin eftir daginn og kvöldið og fegnust því að fara heim í freyðibað með rauðvínsglas og söngla morðballöðu.
PS Ég verð að minnast aðeins á hana Heru, hún er bráðmyndarleg stúlka og stóð sig með stakri prýði. Afskaplega ljúf tónlist sem hún spilar.
Ég á ennþá eftir að melta tónleikana þannig að ég skrifa um þá á morgun. En ég gleymdi alveg að minnast á þátttöku mína í Lausagöngunni! Það er skemmst frá því að segja að hún gekk vonum framar og ég er nokkuð viss um að mér hafi tekist að koma skoðunum mínum á framfæri. Bókmenntamafían veit í það minnsta nákvæmlega hvaða álit ég hef á henni og hennar verkum. Það var líka sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu margir voru tilbúnir í slaginn og lá mikið á hjarta.
þriðjudagur, desember 10, 2002

En Oz klikkar hins vegar ekki. Ég hef miklar áhyggjur af honum Alvarez. Greyið hefur gengið í gegnum svo margt. Fyrst deyr litla nýfædda barnið hans og svo er hann settur í ómögulega aðstæður - stinga augun úr fangaverði eða verða drepin.
mánudagur, desember 09, 2002

PS ég er hætt að horfa á Survivor, þessi þáttur er orðinn skelfilega leiðinlegur, ekki svipur hjá sjón.
Það eru ekki margir samfélagsrýnir sem eru svo heppnir að samið er um þá jólalag.
Það er naumast að það er uppi á sumum typpið! Þessi manneskja hefur víst gert hlutlausa og vísindalega könnun á öllu því sem bloggheimurinn hefur upp á að bjóða. Sem stjórnmálafræðingur hefur hún að sjálfsögðu mikið til málanna að leggja og hennar aðaltillaga felst því að fólk reyni að öðlast líf (eða "get a læf" eins og hún orðar það). Í stuttu máli heldur hún því fram að bloggarar séu vinalausir egóstar sem hafa gaman af því að gera sig að fífli. Vísindalegu rökin eru svo yfirþyrmandi að ég sé mér ekki fært að rökræða þetta við hana. Í staðinn langar mig til að umorða tilvitnun frá gömlum kunningja; Theodore Sturgeon: Vissulega eru 90% af bloggi rusl. Tilfellið er bara að 90% af öllu eru rusl!


Annars er það helst af mér að frétta að mér sló illilega niður aðfaranótt laugardags og er rétt að skríða saman núna. Var að fara í gegnum póstinn minn og nú ætla ég að fá mér sterkt kaffi áður en ég segi ykkur nánar frá föstudagskvöldinu. Best að kveikja líka á öðru aðventuljósinu, hafði ekki heilsu í það í gær.