föstudagur, janúar 24, 2003

Úff, ég hef bara engan tíma haft til að skrifa undanfarið. Ég hef ekki einusinni haft tíma til að klára Warcraft leikinn. Ég er búin að vera að aðstoða vinkonu mína við að hafa uppi á fósturbróður sínum, með aðstoð framliðins afabróður, og það hefur þýtt setur á ótal miðilsfundum. Þá hef ég verið að lesa mig í gegnum jólagjafirnar mínar, m.a. þessa bók hér sem kom mér skemmtilega á óvart. Gat bara ekki lagt hana frá mér. Annars er alveg ótrúlegt hvað vinum mínum og ættingjum dettur í hug að gefa í jólagjafir.
Þá hef ég verið afar upptekin við að huga að súrmatnum mínum, sem virðist hafa legið í súr alveg passlega lengi. Ég gerði nokkrar tilraunir og hlakka til að smakka á súra rauðmaganum, súrsuðu tómötunum og kirsuberjunum. Hákarlinn, hrútspungarnir og hvalkjötið er þó alltaf í uppáhaldi og sem betur fer hef ég nógu góð sambönd til að útvega mér hráefni í þetta allt saman. Í kvöld verður semsagt hátíð með kræsingunum, öli og brennivíni. Jóa kemur með nýja kærastann sinn og nýja vinkona mín, þessi með gáfulega köttinn, ætlar kannski að mæta en við höfum átt í ástríðufullu netsambandi undanfarið þar sem hún lumar á ýmsu spennandi myndefni.

mánudagur, janúar 20, 2003

eating people
what's YOUR deepest secret?

brought to you by Quizilla

Ég verð að fara að hætta að taka öll þessi próf. Ekki veit ég hvað fólk fer að halda um mig! Svo það sé á hreinu þá hef ég aldrei þekkt neinn með nafninu "Steve". Ég þekki að vísu einn Stefán en ég hef lítið nartað í hann.