
Þá hef ég verið afar upptekin við að huga að súrmatnum mínum, sem virðist hafa legið í súr alveg passlega lengi. Ég gerði nokkrar tilraunir og hlakka til að smakka á súra rauðmaganum, súrsuðu tómötunum og kirsuberjunum. Hákarlinn, hrútspungarnir og hvalkjötið er þó alltaf í uppáhaldi og sem betur fer hef ég nógu góð sambönd til að útvega mér hráefni í þetta allt saman. Í kvöld verður semsagt hátíð með kræsingunum, öli og brennivíni. Jóa kemur með nýja kærastann sinn og nýja vinkona mín, þessi með gáfulega köttinn, ætlar kannski að mæta en við höfum átt í ástríðufullu netsambandi undanfarið þar sem hún lumar á ýmsu spennandi myndefni.