Ég var að fá boðsmiða á þorrablót í kvöld og þar sem mér sýnist að ég verði ekki í leiðinlegum félagsskap er ég þegar farin að skipuleggja í hverju ég ætla að vera. Þetta verður sérdeilis kærkomin tilbreyting frá frænkum mínum og bænastundum þeirra þar sem fastur liðir virðast vera fyrirbænir gegn alkahólisma og lauslæti. Hið síðara hefur verið títtnefnt hér á heimilinu eftir stefnumótið fræga við Hemma, en í kjölfar þess neyddist ég til að skipta um símanúmer. Svo virðist sem maðurinn sá sé ekki alveg jafn saklaus og hann virtist við fyrstu sýn, en polaroidmyndirnar sem hann sendi mér í pósti daginn eftir sýndu að ég hef gert mun fleira á þessu stefnumóti en ég kæri mig um að muna! Sem betur fer verður samkvæmið í kvöld aðeins fyrir boðsgesti svo þar ætti ég að fá langþráð næði í góðra manna hópi.
Fúlhildur hefur orðið
Ævi, störf og daglegt líf skáldkonunnar
laugardagur, febrúar 22, 2003
mánudagur, febrúar 17, 2003
Það er mánudagsmorgun! Hvernig gerðist það? Það síðasta sem ég man eftir er að hringja dyrabjöllunni heima hjá Hemma.