Ég á ekki aukatekið orð! Einmitt þegar maður heldur að maður þekki fólk gerist eitthvað sem kollvarpar öllum fyrri tilgátum!
Ég verð eiginlega að byrjar á byrjuninni. Ég vaknaði frekar snemma í morgun (kl. 6:30) og fékk mér góðan morgunmat (ristað brauð með osti og marmelaði, kornflex, jógúrt, kaffi, appelsínusafi, egg, beikon, lifrapylsa og hafragrautur) og las Vísi. Síðan var haldið á netið í leit að skemmtilegum prjónauppskriftum. Ekki hafði ég seti lengi við þegar mér barst svona msn tilkynning um að einhver vildi bæta mér á vinalistann sinn. Þar sem ég hef ekkert á móti því að bindast nýjum vináttarböndum samþykkti ég manneskjuna án umhugsunar og leit ekki einu sinni á netfangið fyrr en miklu seinna. Ég hefði betur hugsað mig aðeins um. Hemmi_stud_for_you@hotmail.com reyndist vera hinn ræðnasti. Ég kannaðist aðeins við hann af blogginum mínu þar sem hann hafði verið duglegur að tjá sig í komment kerfið og svo hafði hann skrifað slash sögu um Ástríki sem ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að taka. Þótt ég telji nú að ég láti mér fátt fyrir brjósti brenna kæri ég mig ekki um að misbjóða velsæmiskennd lesenda minna og mun því ekki birta msn samtalið okkar í heild sinni. Samtalið byrjaði reyndar á mjög kurteisilegum nótum þar sem hann forvitnaðist um hagi mína, spurði hvernig tré væri í garðinum mínum, hvernig gluggatjöldin væru á litinn og hvernig slopp ég notaði á morgnana. Ég sagði honum eins og satt var enda hafði ég enga ástæðu til að gruna manninn um græsku. Það var ekki fyrr en kom að þessum parti samtalsins sem það fóru að renna á mig tvær grímur:
Hemmi loverboy says: Ertu með einhverja ávexti í garðinum?
F.Ló. says: Við erum á Íslandi manstu? Engir ávextir en ég er með myndarlega rifsberjarunna :)
Hemmi loverboy says: Ræktaru ferskjur?
F.Ló. says: Síðast þegar ég vissi voru það ávextir þannig að ... nei
Hemmi loverboy says: Ég elska djúsí ferskjur...
Hemmi loverboy says: Stinnar og kaldar....
Hemmi loverboy says: Ég byrja á því að narta í mjúka húðina....
F.Ló. says: brb
F.Ló. says: Komin aftur
Hemmi loverboy says: Fékkstu einhver skemmtileg bréf?
F.Ló says: Hvernig vissir þú að ég var að ná í póstinn?
Hemmi loverboy says: Kannski nafnlaust og erótískt bréf frá æstum aðdáanda?
Hemmi loverboy says: Eða fékkstu kannski bréfið mitt ;)
F.Ló says: Hvar ertu?
Hemmi loverboy says: Hvernig fannst þér myndirnar?
F.Ló says: Hvernig fékkstu heimilisfangið mitt?
Hemmi loverboy says: Ég elska að taka myndir. Ég á fullt af svona sjálfsmyndum. Á ég að taka myndir af þér? Ég á nokkrar en þær voru allar teknar svo langt í burtu.
Síðustu skilaboðin voru lengri en þetta en ég sé lítinn tilgang í því endurtaka á þessu fjölskyldubloggi hvað hann gerði við myndirnar af mér. Ég endaði samtalið þarna og skoðað síðan innihald bréfsins. Þarna var að finna tugi Poloroid mynda ásamt bréfsnepli sem hann hefur sennilega ætlað að vera erótískt ástarbréf. Ég hef nú séð þau betri. Þetta voru einhverjar undarlegar lýsingar á tækjum og stellingum og hvernig þær mundu nýtast í tengslum við annað fólk svo og mismunandi húsgögn og heimilisdýr. Í bland við þetta voru svo þrjár illa ortar limrur þar sem orðið "æði" var fulloft rímað. Flestar voru myndirnar af honum en einnig voru þarna nokkrar af mér, teknar annað hvort seint um kvöld eða snemma morguns þar sem ég sást á mismunandi stöðum í húsinu í gamla gula velúrsloppnum. Ég þakka öllum góðum vættum fyrir það núna að ég kýs alltaf að skipta um föt inni á baðherbergi. Ég held að það hafi sannast í eitt skipti fyrir öll að það getur alltaf einhver verið að horfa! Nú þarf ég að fara, enn og aftur, upp á lögreglustöð að kæra! Ég verð að fara að minnka samskipti mín við Lögregluna í Reykjavík. Þetta er alveg hætt að vera fyndið.