föstudagur, apríl 25, 2003

Jæja allt orðið klappað og klárt. Frestur til að skila inn framboðslistum til alþingiskosninganna rann út í dag og allt er komið á sinn stað. Ég var að vísu svolítið sein fyrir vegna þess að ég svaf yfir mig í morgun (var aðeins of lengi í heita pottinum í Laugardal í gær, espaði upp mjaðmameinið og þurfti því að taka nokkuð mikið af Parkódín forte fyrir svefninn) og rétt náði að henda listunum í póst fyrir hádegi. En það er í góðu lagi - ég ber fullt traust til Íslandspósts og veit að þetta á allt eftir að skila sér.