föstudagur, apríl 25, 2003

Jæja allt orðið klappað og klárt. Frestur til að skila inn framboðslistum til alþingiskosninganna rann út í dag og allt er komið á sinn stað. Ég var að vísu svolítið sein fyrir vegna þess að ég svaf yfir mig í morgun (var aðeins of lengi í heita pottinum í Laugardal í gær, espaði upp mjaðmameinið og þurfti því að taka nokkuð mikið af Parkódín forte fyrir svefninn) og rétt náði að henda listunum í póst fyrir hádegi. En það er í góðu lagi - ég ber fullt traust til Íslandspósts og veit að þetta á allt eftir að skila sér.

sunnudagur, apríl 20, 2003

Stefnuskráin hefur verið sett saman og listar eru komnir í samt horf. Afraksturinn má nálgast á sér síðu flokksins.

Jæja þá er ég loksins komin út heim úr hinni mikilvægu og bráðskemmtilegu norðurferð minni. Ég hef ekki komist í tölvu fyrr en nú og neyðist því að lýsa tveimur ofur aðburðarríkum dögum í alltof stuttu máli:

Fimmtudagur:
17:55 kom til Akureyrar eftir 10 tíma akstur á mótorhjólinu
18:30 fór á hótelbarinn og fékk mér 12 espresso til að hressa mig aðeins við fyrir kvöldið
19:00 fékk mér nokkra bjóra til að róa mig aðeins eftir alla kaffidrykkjuna
19:30 tók nokkrar vöðvaslakandi vegna særinda í afturenda sökum ferðalagsins
23:27 rankaði við mér inni í sal með æstum Framsóknarmönnum. Man ekki mikið eftir hagyrðingakvöldin en held það hafi gengið nokkuð vel. Fann þessa stöku hripaða á klósettpappír með rauðum varalit:

Stjáni er asni og Steini er drjóli
Völu ég sýni enga mildi
Binna og Dóra ég hrindi af hjóli
Allir kjósi Fúlhildi!

Föstudagur:
Eyddi deginum í að breiða úr boðskap flokksins meðal Norðlendinga og Austfirðinga. Fyllti í framboðslistann fyrir norðausturland - færri komust að en vildu. Þetta er allt farið að smella saman.

Laugardagur:
Keyrði í bæinn. Var að koma inn í hús. Eftir 16 tíma keyrslu er ég soldið þreytt. Mun birta stefnuskrá mína og skríða í bólið þar sem hægt verður að finna mig næsta sólarhringinn ásamt Mónu páskaegginu mínu nr. 10.