miðvikudagur, apríl 16, 2003


I'm pretty damn hard core! Fear me!

Librarian
You are smart and sexy!


Which Ultimate Beautiful Woman are You?
brought to you by Quizilla

þriðjudagur, apríl 15, 2003

Ég er orðin virkilega spennt! Það er allt að smella saman í tengslum við framboð mitt, öll stefnumál eru komin á hreint, skilti hafa verið hönnuð og nú á aðeins eftir að klára að raða á lista. Ég sá mér til mikillar ánægju að Handknattleiksdeild Þórs á Akureyri ætlar að standa fyrir hagyrðingakvöldi fyrir fulltrúa stjórnmálaflokkana þar sem stefnumál verða kynnt á bundu máli. Þessi kosningabarátta er eins og sniðin fyrir mig. Ég þarf reyndar að bjóða fram einnig í Norðausturkjördæmi sem var upphaflega ekki á dagskrá en mér hefur nýlega verið gert ljóst að Austfirðinga sérstaklega þyrstir í framboð mitt og því get ég varla skarast undan. Þannig ég er á leiðinni til Akureyrar á fimmtudaginn og hef þegar byrjað að hita upp fyrir kvöldið:

Kvótakerfið er mér kært
kenjótt sem það er
ég frelsa það þá verður fært
að færa mér og þér
jafnan aðgang hér

Aukinn þorsk ég þrái nú
þjóðarinnar eign
við afnám kvóta kætist jú
klístruð eru teikn
en afurðin er feikn

Hógvær heimta ESB
hlakk' að vera memm
býð öllum upp á KFC
sem álpast nið'r á Hlemm
og x-a svo við M

Vöðvar, brjóst og vítamín
án virðisaukaskatts
blessuð fæðast börnin þín
bón skyndikynnahatts
og myndast svo af Mats

Skattalækkun víst ég vil
vel þá fer um þjóð
minnka verður menntabil
ef meira fyrir fljóð
þá stækka mun ég sjóð

Stjórnarsamstarf stefni á
samlífið er ljúft
leiðtogahlutverk læt ei fá
er lagar mig of djúpt
og andlitið er hrjúft

Símavændi stunda hýr
syng um hjartans mál
Framboðið í fremsta gír
ég fræði Pétur og Pál
með púrtvín vel við skál



Munið svo að kjósa rétt - M stendur fyrir:

Mannréttindi
Manngildi
Munúð

mánudagur, apríl 14, 2003

Mikill endemis sauður get ég verið! Ég samdi ljóðið á íslensku og steingleymdi að hugsa út í það að John talar okkar tungumál alls ekki! Hann kann eitt og eitt orð auðvitað; "ástin mín," "matur," og "bangsi" - en flókin bragfræði er honum kannski aðeins of erfið að svo stöddu. Ég settist því niður og þýddi ljóðið yfir á ensku í snatri. Held að það hafi engu tapað í þýðingunni:

The purity of your soul
compares only to the clearness of your eyes

the tenderness of your bright smile
compares only to the comfort of you deep bosom

the touch of your hands
compares only to the agility of your tounge

the sweetness of your kisses
compares only to the saltness of your tears

but as my one true love
you are uncomparable


Ég get ekki beðið eftir að sýna honum þegar hann kemur heim!


Þið eruð kannski orðin forvitin að vita hvernig framboð mitt gengur þessa dagana? Jæja það er skemmst frá því að segja að ég hef fengið ótrúlega góð viðbrögð og allar kannanir sýna að framtíð mín er björt á þessum vettvangi. Að vísu hef ég ekki fjármagn sumra flokka og hef því þurft að leggja mínar kannanir fyrir kúnna í nærliggjandi 10-11, Hársnyrtistofunni Báru og ÁTVR í Austurstræti en þar sem mér finnst nú líklegt að þar sé að finna nokkuð breiðan hóp þjóðfélagsins ætti þetta þýði ekki að vera minna traustvekjandi en hvert annað. Þetta hefur reyndar verið hinn skemmtilegasti tími og hef ég hitt fyrir margan gamlan kunningjann á þessu rölti mínu. Ég var sérstaklega hissa að sjá Ríkey í ríkinu versla sér aðeins eina Gordon's Gin. Hún var hin flóttalegasta til augnanna en sagði: "þú ert svosem ekki verri en hin helvítis fíflin!" áður en hún flýtti sér í burtu. Ég hef alltaf kunnað vel við hana Ríkey.
Í öðrum fréttum er það að ástarlífið blómstrar sem aldrei fyrr. Það var eins og mig grunaði að John kannaðist ekkert við þessa mynd og fannst líklegast að hún hefði hreinlega fylgt töskunni sem hann hafði fengið gefins frá einu af erfiðustu safnaðarbörnum sínum. Hann var í virkilegu uppnámi yfir því að hafa valdið mér hugarangri að ástæðulausu og bauð mér upp á dýrindis máltíð á Einari Ben á laugardagskvöldið. Hann er búinn að vera svo mikil elska að ég er hálfpartinn komin með samviskubit yfir því að hafa nokkurn tímann efast um hreinleika hjarta hans. Ég samdi því fallegan ástaróð til hans:

Hreinleiki sálar þinnar
jafnast aðeins á við tærleika augna þinna

blíðleiki brossins bjarta
jafnast aðeins á við sefandi faðminn djúpa

snerting handa þinna
jafnast aðeins á við lipra tungu þína

sætir kossar þínir
jafnast aðeins á við seltu tára þinna

en sem ástin mín eina
ertu óviðjafnanlegur