Kakan heppnaðist alveg ljómandi vel. Ég held ég spari hana aðeins og hafi með sunnudagskaffinu. Annars er orðið ansi áliðið nætur og ég ætti nú að fara að tía mig í rúmið. Það er bara svo erfitt þegar maður á í skemmtilegum samræðum. Hann Samúel er hinn yndislegasti maður. Hann samþykkti auðvitað strax að setja mig á MSN listann sinn og við töluðum saman langt fram eftir kvöldi:
***
The Stallion says: Ég veit að margir menn segja þetta en ég á ofboðslega gott með að skilja konur
Fiðrildið says: Ég efa það ekki
The Stallion says: Það er hræðilegt hversu tillitslausir sumir geta verið.
Fiðrildið says: Láttu mig þekkja það :)
The Stallion says: Mér líður líkamlega illa ef ég skil klósettsetuna eftir uppi
Fiðrildið says: Þú veist ekki hvað það er dásamlegt að heyra það
The Stallion says: Ég veit ekkert sorglegra en menn sem vilja ekki viðurkenna að "Sex and the City" er frábær þáttur
Fiðrildið says: Það væri óskandi að fleiri væri svona í nánum tengslum við hið kvenlega afl sem býr í okkur öllum
The Stallion says: Ja þetta er nú meira svona skilningur þú skilur :)
Fiðrildið says: Jú auðvitað - menn verða nú líka að fá að vera menn!
Fiðrildið says: Konur hafa nú líka stundum gott af því að kynnast hinu karllegu hlið
Fiðrildið says: Ég fór t.a.m. í dag í verkfærabúð og keypti mér skrúfjárnasett. Fékk þetta líka frábæra verð eftir að ég brosti fallega framan í afgreiðslumanninn :)
Fiðrildið says: Ertu þarna?
The Stallion says: Ég er hér! Ég þurfti að hleypa kisunum inn. Greyin (Bína og Snjóhvít) voru búnar að vera úti í 3 tíma!
***
Við ætlum að tala meira saman á morgun. Þetta lítur bara vel út. Kannski ég bjóði honum í kaffi bráðlega. Hver veit? :)