Ætli... ætli mér sér óhætt hérna á ný?
Er einhver þarna úti?
Ævi, störf og daglegt líf skáldkonunnar
Ég hef tekið eftir því að bókin mín hefur verið beitt grunsamlegu fjölmiðlasvelti. Enginn blaðamaður eða sjónvarpsfréttakona hefur haft samband við mig vegna útgáfur bókarinnar. Ég reyndi ítrekað að hafa samband við blaðakonu hjá Fréttablaðinu en fékk bara brandara senda til baka frá henni. Mig grunar helst að hún hafi ekki tekið mig alvarlega.
Skrifin hafa gengið vonum framan og hef ég því ákveðið að flýta útgáfu bókarinnar um ár og demba mér í jólabókaflóðið 2003. Er þá kominn tími til að svipta hulunni af hinu merka viðfangsefni bókarinn. Ég hef sumsé ritað ævisögu séra Jóns Þorlákssonar á Bægisá - betur þekktur sem Jón á Bægisá. Merkur maður og þýðandi sem var upp í kringum aldamótin 1800. Skemmst er frá því að segja að ég hef grafið upp margar og merkilegar heimildir sem sýna manninn í gjörsamlega nýju og hálf ógnvænlegu ljósi (upplýsingar sem hafa
Ég sé ekki fram á að geta bloggað mikið næstu vikurnar - jafnvel mánuði - og hef því ákveðið að gera hlé á þessum netskrifum mínum um stundarsakir. Ég fékk það verkefni að skrifa ævisögu þjóðþekktrar persónu og þarf því að eyða stórum hluta tíma míns í samneyti við hana. Er það tímafrekt verkefni og erfitt fyrir sálina. Allan þann tíma sem ekki fer í viðtöl, heimildavinnu og skrif verð ég að nýta í slökun og andlega íhugun. Ég má ekki segja mikið um verkefni að svo stöddu en get þó látið það uppi að valdabarátta, ástarsorg, sæhestar, tannréttingar, veðurfræði, Árni Mathiesen, hamstrar, Bíldudalur, foxtrot, gerviblóð, Nýja-Sjáland, gas, ilsig, þyrlur, Satan, dægurmál, vísindi, brjótsykur, Leifur heppni, krókódílar, fjallagras og fjölkynhneigð muni koma talsvert við sögu. Kemur í betri bókabúðir jól 2004.
Ríkisstjórnin
Circle I Limbo
tilveran.is
Circle II Whirling in a Dark & Stormy Wind
John Jasinsky
Circle III Mud, Rain, Cold, Hail & Snow
Osama bin Laden
Circle IV Rolling Weights
Geimverur
Circle V Stuck in Mud, Mangled
River Styx
George Bush
Circle VI Buried for Eternity
River Phlegyas
NAMBLA meðlimir
Circle VII Burning Sands
Erlendir fréttamenn
Circle IIX Immersed in Excrement
Mörgæsir
Circle IX Frozen in Ice
Andskotans bévítans óheppni er þetta alltaf hreint. Nú er ég orðin veik. Komin með einhverjar leiðinda kvefpest og þarf að liggja í rúminu þegar ég gæti verið að elta illa upplýsta erlenda fréttamenn uppi eða bara spókað mig í góða veðrinu. Eins og það væri ekki nóg er enginn karlmaður tiltækur þessa stundina til að hjúkra mér yfir erfiðasta hjallann sem væri nú lágmark. Kettirnir virðast hræddir við hnerrana og hafa ekki látið sjá sig í tvo daga.